Stefna

Húsnæðismál og skipulag

Miðflokkurinn og óháðir leggur áherslu á að tryggja aukið, jafnt og fjölbreytt lóðaframboð, forðast sveiflur og skapa stöðugleika

Við ætlum að:
 • Einfalda regluverk og skipulagsskilmála í nýjum hverfum og forðast forræðishyggju í skipulagi
 • Tryggja lóðir fyrir húsnæði sem fellur að hlutdeildarlánakerfinu fyrir tekjulága fyrstu kaupendur
 • Tryggja aukið og fjölbreytt lóðaframboð fyrir íbúðahúsnæði og atvinnuhúsnæði og lækka lóðagjöld
 • Tryggja að lóðir séu í öllum hverfum sem ætlaðar eru fyrir verslun og þjónustu, óheimilt verði að breyta slíkum lóðum síðar í íbúðabyggð
 • Hafna uppboðsleið á lóðum og koma á fastverðsstefnu
 • Breyta byggðamörkum í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðsins svo unnt sé að skipuleggja fleiri nýbyggingasvæði
 • Tryggja að lágmarki 1,5 bílastæði á íbúð í deiluskipulagi nýrra íbúðalóða
 • Fylgja eftir ákvæðum um að byggingar þurfi að rísa innan tiltekins tíma frá því að lóð er úthlutað
 • Koma á leigubremsu í leiguhúsnæði í Hafnarfirði

Fjármál

Traust fjármálastjórnun er forsenda góðrar þjónustu við bæjarbúa. Miðflokkurinn og óháðir leggja áherslu á að endurskipuleggja fjárhag sveitafélagsins með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi.

Við ætlum að:
 • Tryggja að verkefni og framkvæmdir á vegum bæjarins fari almennt í útboð
 • Auka áhersla á að sinna lögbundnum verkefnum sveitarfélagsins vel með því að forgangsraða fjármagni
 • Sýna aðhald í ráðningum með tilliti til hlutfalls starfsfólki miðað við íbúafjölda
 • Endursemja um lán bæjarins
 • Koma á hvatakerfi fyrir stofnanir bæjarfélagsins til að hagræða í rekstri

Samgöngur, innviðir og umhverfi

Miðflokkurinn og óháðir ætla að beita sér fyrir betri samgöngum, auknu viðhaldi á eignum bæjarins og betri þjónustu á gatna- og stígakerfi varðandi snómokstur og þrif.

Við ætlum að:
 • Hafa frumkvæði að því að fá einkarekna heilsugæslustöð í bæinn, t.d. á Vellina
 • Hafa frumkvæði að samtali við heilsugæsluna um hraðari aðgengi að heimilslæknum
 • Bæta tengingar á milli hverfa með göngu- og hjólastígum svo fólk geti með auðveldum hætti ferðast um bæinn gangandi eða hjólandi
 • Beita okkur fyrir breytingu á núverandi borgarlínuhugmyndum sem er dýrt kerfi og virkar hamlandi á aðra samgöngumáta vegna fækkunar akreina og lágs hámarkshraða (20-40 km/klst)
 • Bæta almenningssamgöngur með hagkvæmara kerfi, tíðari ferðum, ódýrari fargjöldum og betri innanbæjarleiðum sem þjónustar einnig nýjustu íbúða- og atvinnuhverfin í Skarðshlið, Hamranesi, Áslandi 4 og Hellnahrauni
 • Gera gangskör að viðhaldi á eignum bæjarins þar sem staðan er víða óásættanleg
 • Gera gangskör gagnvart þjónustu við íbúa og fyrirtæki varðandi snjómokstur og þrif gatna allt árið, ásamt plöntun runna og trjáa meðfram stofngötum
 • Bæta og fjölga grænum svæðum svo bæjarbúar geti notið útivistar og samverustunda
 • Koma á þjónustukjarna eða verslunarmiðstöð fyrir hverfin sunnan Reykjanesbrautar með verslunum, veitingastöðum og heilsugæslustöð

Íbúalýðræði

Miðflokkurinn og óháðir ætla að beita sér fyrir auknu íbúalýðræði með stofnun hverfisráða og atkvæðagreiðslu íbúa um tiltekin mál.

Við ætlum að:
 • Virkja íbúalýðræði með atkvæðagreiðslu íbúa um einstök mál sem varða beint hagsmuni bæjarbúa
 • Stofna hverfisráð sem árlegur íbúafundur kýs, sem gefa bæjarstjórn álit í málefnum síns hverfis t.d. um skipulagsmál og standa fyrir íbúafundum um umdeild mál

Atvinnulíf

Miðflokkurinn og óháðir ætla að beita sér fyrir uppbyggingu atvinnulífs og aukinni þjónustu við atvinnuhverfi bæjarins.

Við ætlum að:
 • Byggja upp ferðaþjonustu við náttúruperluna í Krýsuvík og nágrenni
 • Ráðast í byggingu stórskipahafnar í Straumsvík
 • Auka þjónustu við atvinnuhverfin í bænum hvað varðar samgöngur og aðgengi
 • Lækka fasteignaskattshlutfall á atvinnufyrirtæki

Skólamál

Hafnarfjörður á að vera leiðandi í rekstri grunn- og leikskóla og setja ríkar kröfur um gæði þeirra skóla sem sveitafélagið á og rekur.

Við ætlum að:
 • Koma á hvatakerfi í leik- og grunnskólum til að auka gæði í skólastarfi og stöðugleika í starfsmannahaldi. Markmið að uppfylla lagaskyldu um hlutfall faglærðra og standa ekki í síðri sporum en nágrannasveitarfélögin, einnig hvað varðar kjör og aðbúnað starfsfólks
 • Bjóða upp á gjaldfrjálsan mat í leik- og grunnskólum
 • Taka skef í átt að gjaldfrjálsum leikskólum
 • Skipa vinnuhóp með leikskólakennurum til að koma á fót sveigjanlegri vinnutíma hjá leikskólakennurum
 • Afnema viðveruskyldu grunnskólakennara frá kl. 8-16, þ.e. utan kennslustunda og samráðsfunda. Kennarar fái ráðið því hvar þeir vinna undirbúningsvinnu sína utan kennslustundarinnar
 • Auka geðheilbrigðisþjónustu í grunnskólum

Velferðarmál

Sveitarfélög eiga að bjóða upp á ákveðna grunnþjónustu og tryggja grundvallarmannréttindi ólíkra hópa, sporna gegn fátækt og félagslegri einangrun.

Við ætlum að:
 • Gera gangskör að fjölgun félagslegra íbúða fyrir öryrkja og tekjulága
 • Stuðla að uppbyggingu súpueldhúss í bænum
 • Tryggja að hafnfirskt útigangsfólk eigi í skjól að vernda
 • Hafa frumkvæði að því að koma á fót áfangaheimli fyrir fólk í bataferli
 • Efla forvarnarstarf í Hafnarfirði

Íþróttir

Hafnarfjörður er einn mesti íþróttabær landsins með fjölbreytt úrval íþróttagreina. Miðflokkurinn og óháðir ætla að hvetja til íþróttaiðkunar hvers konar og styðja við uppbyggingu á íþróttamannvirkjum.

Við ætlum að:
 • Koma á frístundastyrk fyrir öll börn frá fæðingu að 18 ára aldri
 • Lengja opnunartíma sundlauga til kl. 22 alla daga vikunnar
 • Leggja áherslu á að nýr þjóðarleikvangur verði byggður í Hafnarfirði
 • Stuðla að uppbyggingu hagkvæmra íþróttamannvirkja í samræmi við óháða greiningu á þörf samkvæmt forgangsröðun Íþróttabandalags Hafnarfjarðar
 • Bjóða upp á fjölskyldukort í sund á sama verði og einstaklingsárskort

Eldri borgarar og öryrkjar

Búa þarf vel að eldri borgurum og öryrkjum og tryggja þeim mannsæmandi kjör. Miðflokkurinn og óháðir ætla að beyta sér fyrir lægri fasteignagjöldum og fjölbreyttum búsetuúrræðum.

Við ætlum að:
 • Auka afslátt á fasteignaskatti af lögheimilseign eldri borgara og öryrkja og rýmka tekjumörk
 • Auka framboð þjónustuíbúðakjarna fyrir 60 ára og eldri
 • Áfram verði unnið að fjölgun íbúðakjarna fyrir fjölfatlaða einstaklinga