Sævar Gíslason

Miðflokkurinn og óháðir í Hafnarfirði kynna Sævar Gíslason sem situr í 3. sæti listans.

Sævar Gíslason er 44 ára og hefur hann búið í Vallarhverfi Hafnarfjarðar síðan 2013 ásamt konu sinni til 21 ára, Guðrúnu Eddu Bjarnadóttir deildarstjóra í leikskólanum Hvammi. Þau eiga tvö börn Gabriel Gísla 12 ára og Sylvíu Rut 19 ára og er Gabriel í Hraunvallaskóla og Sylvía stefnir á háskólanám næstkomandi haust.

Sævar hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hefur unnið við hin ýmsu störf sem dæmi, dælumaður hjá steypustöð, leigubílstjóri í afleysingum, flota og rekstrarstjóri hjá bílaleigu og þjónustustjóri hjá bílaverkstæði en hann starfar hjá RST Net sem er staðsett í Hafnarfirði, helstu verkefni þar eru verkefnastjórnun, innkaup og gæðamál.

Sævar menntaði sig að fullu um þrítugt og flutti til Danmerkur nánar tiltekið til Horsens með fjölskylduna árið 2008 og er menntaður þaðan sem véliðnfræðingur. Eftir flutning heim til Íslands að námi loknu hóf hann nám í Háskóla Íslands og sameinaði hann nám í fornleifafræði/landfræði.

Helstu áhugamál Sævars eru ferðalög, jafnt utan sem innan lands, billiard, ljósmyndun, módelsmíði, skrautfiskar og ýmiskonar mótor tengt ökutæki eins og mótorhjól og breyttir jeppar.

Sævar hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og má geta helst að hann hefur verið formaður Miðflokks deildarinnar í Hafnarfirði. Reynsla Sævars í bæjarmálum á kjörtímabilinu er sú að hann hefur verið varamaður í Fjölskyldu og barnamálaráði, nefndarmaður í Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar, Kópavogs og Garðabæjar og situr í starfshópi Grænkun valla sem hefur það verkefni að forgangsraða verkefnum í þeim málaflokk næstu þrjú árin.

Sævar hefur ætíð haft skoðanir á hlutum og mikla réttlætiskennd, hann leggur hart að sér í vinnu, er drífandi og vinnur hluti skipulega og er óhræddur að tækla og klára þau verkefni sem honum er gefið. Sævar vill nota þennan kraft og áhuga til að bæta okkar góða samfélag ennfremur með skynsamlegri og lausnamiðaðri nálgun. Það er þessi nálgun sem heillaði Sævar í að bjóða sig fram fyrir Miðflokkinn fyrst árið 2018 og nú aftur fyrir komandi kosningar.